Þing- og helgistaður íslendinga

Alþingi er fyrsta stofnunin sem við eignumst sameiginlega. Stofnuð á Þingvöllum árið 930, og þingstaðurinn hét Lögberg, rétt sunnan við Öxarárfoss, við Almannagjá. Þar kom Alþingi saman í júní, og stóð þingið í tvær viku. Eftir 1271 var þinghaldi stytt til muna. Alþingi kom þarna saman til ársins 1800, þegar Danakonungur skipaði að Alþingi skyldi fellt niður. Alþingi var síðan endurreist, en valdalaust, og þá í Reykjavík árið 1843, og hefur starfað þar óslitið síðan, í 180 ár. Síðan 1918 löggjafarsamkoma landsmanna með full völd til að setja okkur lög og reglur.

Þúsund árum frá stofnun Alþingis, árið 1930 er fyrsti þjóðgarður landsins Þjóðgarðurðurinn á Þingvöllum stofnaður, ekki bara um söguna, ekki síður náttúruna Þingvalla sem er einstök, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu. Það tekur ekki nema klukkutíma að heimsækja Þingvelli frá höfuðborginni, sem eru ekki síðri að sjá, upplifa og skoða, eins og nú um há vetur. Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna.

Vetrarbirta við Þingvallavatn

Norðurljós syngja yfir Öxarárfossi í Almannagjá

Frosið Þingvallavatn í Grafningi

Vetrarbirta í þjóðgarðinum, Ármannsfell í bakgrunni

Ferðamenn í Almannagjá

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

02/01/2022 : A7R III, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z