Heimsókn til Þingvalla

Það eru orðin 95 ár, síðan fyrsti þjóðgarðurinn á Íslandi, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1928. Þingvellir voru líka fyrstir íslenskra staða, eða menningararfleiðar, að komast á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir 19 árum. Þingvellir á sér einstaka sögu, enda er staður hjartfólgin öllum íslendingum. Á Þingvöllum kom Alþingi saman fyrst árið 930, sem gerir það að elsta þjóðþingi í heimi. Þing sem fór fram á Þingvöllum árlega til ársins 1798, þegar það fluttist til Reykjavíkur. 

Það var kalt á Þingvöllum nú í byrjun mars, og birtan ekkert sérstök. En Icelandic Times / Land & Saga lét veðrið ekki trufla sig, eins og fleiri. En það voru þó nokkrir á ferðinni, mest erlendir ferðamenn, á bílaleigubílum að skoða sig um, í þessum einstaka þjóðgarði, sem er í innan við klukkatíma fjarlægð frá Reykjavík. Eins og einn þjóðgarðsvörðurinn sagði við blaðamann, að það væri ekki mikill munur á straumi ferðamanna, eftir veðri. Fólk væri búið að panta gistingu, negla niður sína dagskrá. Eftir tveggja, þriggja tíma stopp, halda margir áfram, og taka gullna hringinn, sjá Gullfoss og Geysi, og Skálholt ef það hefur áhuga á menningu og sögu. 

Horft af Mosfellsheiðinni í norð austur í átt að Þinvöllum. Vegur 36 í forgrunni sem tengir Þingvelli við Reykjavík

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn. Kirkjan er byggð árið 1858, en fyrsta kirkjan á Þingvöllum var reist árið 1017. Þinvallabærinn var byggður árið sem Þingvellir urðu þjóðgarður.

Nyrst í Almannagjá

Flosagjá, él í Ármannsfelli í bakgrunni

Þingvallavatn er stærsta náttúrlega stöðuvatn á Íslandi

Kappklæddir ferðamenn að mynda við Þingvallavatn í 9°C stiga frosti og hvassri norðanátt

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

07/03/2023 : A7C : FE 2.5/40mm G