Guðni Th. Jóhannesson

Þjónar þjóðarinnar

Frá lýðveldisstofnun, þann 17. júní 1944 hafa sex einstaklingar þjónað þjóðinni sem forseti lýðveldisins. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti lýðveldisins, og var kjörin af Alþingi, en ekki þjóðinni, einn forseta. Hlaut hann 30 af 52 greiddum atkvæðum. Hann lést á sínu öðru kjörtímabili í janúar 1952. Ísland var án forseta, þangað til Ásgeir Ásgeirsson tekur við 1. ágúst sama ár, eftir að hafa sigrað í fyrstu forsetakosningunum, en hlaut hann 46,7% atkvæða. Ásgeir sat í fjögur kjörtímabil, en Kristján Eldjárn var kosin forseti 1968, með 65,6% atkvæða, og er hann eini forsetinn sem náð hefur kjöri, í fyrsta sinn með yfir helming atkvæða. Kristján sat á forsetastól í þrjú kjörtímabil. Árið 1980 er fyrsta konan í heiminum til að vera kosin í lýðræðislegri kosningu, Vigdís Finnbogadóttir, hlaut hún þriðjung atkvæða eða 33,8% og sat hún fjögur kjörtímabil. Ólafur Ragnar Grímsson var kosin forseti 1986, og hefur hann setið lengst allra, alls fimm kjörtímabil. Hlaut hann 41,4% atkvæða þegar hann var kosinn forseti. Guðni Th. Jóhannesson tók við embættinu fyrir átta árum, hlaut hann 39,1% atkvæða. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og æðsti embættismaður lýðveldisins. Hann er þjóðkjörinn til fjögurra ára, og er eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinni kosningu. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetinn æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Í dag eru á áttunda tug manna og kvenna að safna þeim 1500 meðmælendum sem þarf til að vera kjörgengur sem forseti, í forsetakosningunum þann 1. júní. Meðal þeirra er meðal annars Forsætisráðherra síðustu sjö ára, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur Jón Gnarr, og núverandi Orkumálastjóri Halla Hrund Logadóttir. Nýr forseti tekur við völdum þann 1.ágúst. 

Sveinn Björnsson
Ásgeir Ásgeirsson
Kristján Eldjárn
Vigdís Finnbogadóttir
Ólafur Ragnar Grímsson
Guðni Th. Jóhannesson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísland 10/04/2024 :
Texti : Páll Stefánsson
Ljósmyndir : Skrifstofa Forseta Íslands