Tuttugu ár

Hún er flott, sýning Grétu S. Guðjónsdóttur „19, 24, 29, 34, 39 – hlutskipti og örlög“, sem stendur fram í miðjan desember á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Gréta hefur fylgt eftir níu einstaklingum í tuttugu ár, stelpum og strákum sem voru hjá henni í ljósmyndaáfanga á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Í tuttugu ár hefur hún fylgt nemendum eftir, myndað þau eins, frá toppi til táar í svarthvítu, með hvítan bakgrunn, með fimm ára millibili. Frá því þau voru villt og nítján, í það að vera fullnuma rétt tæplega fertug. Farið heim til þeirra, og tekið við þau viðtöl um heima og geima. Rætast okkar draumar draumar, þegar við erum tæplega tvítug? Því svarar sýninging… eða ekki. En sýningin er svo annað og meira, um íslenskan raunveruleika, og hugmynd ljósmyndara sem heldur áfram og áfram með sama verkefnið í tuttugu ár. Vel gert.

Frá sýningu Grétu S. Guðjónsdóttir „19, 24, 29, 34, 39 – hlutskipti og örlög“

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 16/09/2023 : A7C : FE 1.8/20mm G

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0