Hvalveiðiskipin Hvalur 6, og Hvalur 7 strandaglópar í Helguvík, Hvalfirði

Tveir Hvalir í Hvalfirði

Í yfir 500 ár hafa hvalveiðar verið stundaðar við Ísland. Þeim kafla lauk fyrir þremur árum, þegar öllum hvalveiðum var hætt í íslenskri lögsögu. Það var á sextándu öld sem Baskar og Hollendingar í minna mæli komu hingað norðureftir til að veiða hval. Reistu Baskar meðal annars þrjár hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum á 17 öld. Norðmenn byrjuðu hvalveiðar hér árið 1883, og voru svo stórtækir að bannað var að veiða stórhveli hér við land árið 1915 vegna ofveiði. Var það fyrsta hvalveiðibann sögunnar. Bannið varði í tuttugu ár, þegar við hófum í fyrsta skipti hvalveiðar árið 1935. Eftir það veiddum við hval í smáum stíl fram til ársins 1986, þegar Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði allar hvalveiðar í heiminum í atvinnuskyni, undanþága var þó veitt vegna svokallaðra vísindaveiða og einnig vegna veiða frumbyggja. Árið 2003 hófu íslendingar aftur veiðar í vísindaskyni, og í atvinnuskyni þremur árum seinna, þeim veiðum var hætt 2018, og síðan hefur ekki veiddur hvalur við íslandsstrendur. Um 12 tegundir hvala teljast algengar við Ísland, Steypireyður, Langreyður, Hnúfubakur, Búrhvalur, Sandreyður, Grindhvalur, Hnísa, Leiftur, Hnýðingur, Háhyrningur og Andarnefja. Leifturinn er fjölmennastur með stofnstærð upp á 75.000 dýr. Fámennastur er Steypireiðurinn en um 1000 dýr eru talin af þessari stærsta skepnu jarðar hér við land. 

Hvalfjörður 31/07/2021  18:31 35mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson