Laugardag 7. nóvember kl. 15
Kjarvalsstaðir – Útgáfuhóf bókarinnar Jóhannes S. Kjarval: Út á spássíuna

Bókin Jóhannes S. Kjarval: Út á spássíuna- kemur út á laugardaginn 7. nóvember og af því tilefni heldurkjarvalclick útgáfuhóf á Kjarvalsstöðum þann dag kl. 15. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá bókina á kynningarverði. Kristín G. Guðnadóttir og Æsa Sigurjónsdóttir völdu efnið og rituðu texta. Bókin er gefin út af Crymogeu.

Bókin kemur út í tengslum við sýninguna Út á spássíuna, textar, skissur og pár í list Kjarvals á Kjarvalsstöðum en hún fjallar m.a. um þá áráttu Kjarvals að varðveita allt og ekkert, skrifa og teikna á það sem hönd á festi, sendandi kveðjur og myndir í alla landshluta, ,,skrifast á” eins og þá tíðkaðist. Ótrúlega margt af þessu hefur  varðveist og á sýningunni og bókinni er grafið niður í þennan einkaheim Kjarvals og dreginn fram fjöldi teikninga og ýmis skrif þar sem hann samþættir texta og teikningu.  Þarna sést glitta í margar hliðar Kjarvals: Rithöfundinn, skáldið, nýyrðasmiðinn, vininn, samferðamanninn en umfram allt listamanninn sem alltaf kemur á óvart.

Viðburðurinn er opinn og allir eru velkomnir. Ókeypis er á sýninguna Út á spássíuna á meðan útgáfuhófinu stendur.