Brjanslaekur

Brjánslækur

Vestfirðir

Í samspili við náttúruna

Heimir Hansson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, segir að flestir, sem koma til Vestfjarða, séu í leit að einhvers konar náttúruupplifun. Aðrir þættir eins og söfn, menning og matur séu líka afar mikilvægir. Hann segir að Reykhólasveitin sé eitt besta fuglaskoðunarsvæði landsins en þar er líka starfrækt Össusetur Íslands sem er sýning tileinkuð haferninum.

bolungarvik

Bolungarvik

„Svo eru það Barðaströndin, Rauðasandur og Látrabjarg – allt þekktar paradísir fyrir náttúruskoðun.“ Ferðaskrifstofan Westfjords Adventures á Patreksfirði skipuleggur skoðunarferðir og afþreyingu á svæðinu svo sem gönguferðir, hjólreiðaferðir, rútuferðir og bátaferðir. Margir fara líka í Selárdal í Arnarfirði að skoða hina frægu skúlptúra Samúels Jónssonar og ekki má gleyma Skrímslasetrinu á Bíldudal.

Road under the cliffs

Þingeyri

Á Þingeyri er farið að gera talsvert út á víkingaarfleifðina. Fyrirtækið Eagle Fjord býður t.d. upp á veiðiferðir og útsýnissiglingar á víkingaskipi, sem og sögugöngur um slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Á víkingasvæðinu við sundlaug Þingeyrar eru líka ýmsar uppákomur. Í Dýrafirðinum geta svo byrjendur og lengra komnir farið í reiðtúra í stórkostlegu umhverfi við rætur „Vestfirsku Alpanna“. Boðið er upp á kajakferðir frá Flateyri en þar er líka hægt að skoða nokkur áhugaverð söfn t.d. Gömlu bókabúðina, Dellusafnið og Svarta pakkhúsið þar sem er sýning tengd sögu saltfisksins á Íslandi.

Selárdalur. 2005-06-29

Suðureyri

Á Suðureyri hefur verið mjög vinsælt að fara í sögugöngu þar sem er boðið upp á sjávarréttasmakk á leiðinni – allt afurðir sem unnar eru í þorpinu.
Á Ísafirði skipuleggja ferðaskrifstofurnar Vesturferðir og Borea Adventures ferðir um Vestfirði, ekki síst inn í friðlandið á Hornstrandum. „Það nýtur gríðarlega mikilla vinsælda að fara þangað hvort heldur sem er í skipulagðar dagsferðir eða í lengri tíma á eigin vegum.“

20080710-IMG_7216

Úr Árneshreppur

Byggðasafn Vestfjarða er á Ísafirði sem og Gamla sjúkrahúsið sem nú er eitt af menningarhúsum bæjarins. Einnig er t.d. hægt að komast í sögugöngur um bæinn, kajakróður, hestbak og náttúruskoðun á RIB báti.

Í nágrannabænum Bolungarvík er svo hið fræga safn Ósvör ásamt Náttúrugripasafni Bolungarvíkur. Ekki má heldur gleyma perlunum Skálavík og Bolafjalli en einnig er hægt að bregða sér í sjóstangaveiði eða sigla yfir á Hornstrandir.
„Melrakkasetur Íslands í Súðavík er rannsóknarsetur og sýning um íslenska refinn en þar má m.a. sjá lifandi ref í gerði. Súðvíkingar eiga líka þann frábæra fjölskyldugarð Raggagarð með t.d. leiktækjum og grillaðstöðu.“

20080710-IMG_7307Þegar ekið er um Djúpið er hægt að skoða seli í Hvítanesi og safnið Litlabæ þar skammt frá. Í Ögri er hægt að fara í kajak- eða gönguferðir og njóta veitinga. Í Reykjanesi er hægt að borða, slappa af í hinni frægu Reykjaneslaug eða skoða verksmiðju Saltverks í Reykjanesi. Í Heydal eru m.a. veitingar, heitar laugar, hestaferðir og kajakferðir.

20080710-IMG_7314Krossneslaug í Norðurfirði er líklega vinsælasta náttúrulaug Vestfjarða en það er fleira í Árneshreppi sem heillar, t.d. Djúpavík en gamla síldarverksmiðjan þar hefur fengið nýtt hlutverk sem stórkostleg umgjörð utanum ýmis konar sýningar.
Frá Drangsnesi er hægt að sigla út í Grímsey á Steingrímsfirði en handan fjarðarins, á Hólmavík, er að finna hið víðkunna Galdrasafn. Sauðfjársetur Íslands er svo skammt þar fyrir utan byggðina.

20080717-IMG_8445

Hornstrandir

-SJ

Quote1: „Í Dýrafirðinum geta svo byrjendur og lengra komnir farið í reiðtúra í stórkostlegu umhverfi við rætur „Vestfirsku Alpanna“ “

Quote2: “Melrakkasetur Íslands í Súðavík er rannsóknarsetur og sýning um íslenska refinn en þar má m.a. sjá lifandi ref í gerði“ Heimir Hansson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða

Myndatexti1: Kirkja í Selárdal

Myndatexti2: Torfbær á Hrafnseyri

Myndatexti 3: Norðurfjörður