Guðmundur Einarsson var fæddur í Miðdal í Mosfellssveit árið 1895. Hann nam myndlist Í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar 1911-13. Síðar fór hann til Danmerkur þar sem hann stundaði nám við teikniskóla Viggo Bjergs í Kaupmannahöfn 1919-20. Að því námi loknu hélt hann Í Det Kongelige Akademie for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og lauk námi þaðan 1921. Þá hélt hann til Þýskalands þar sem hann lagði stund á myndhöggvaranám við einkaskóla Hans Schzegerle í München 1921-25 og nám í leirbrennslu við sama skóla 1924-26.
Guðmundur kom fyrst fram með verk opinberlega á sýningu Listvinafélagsins árið 1921. Guðmundur var fjölhæfur listamaður og lagði stund á höggmyndasmíði, málaralist og eirstungu svo eitthvað sé nefnt.Verk Guðmundar einkennast af áhrifum úr hrikalegu landslagi Íslands og áhuga hans á mannlífi frá fyrri öldum. Guðmundur lést árið 1963.
Myndir:
Hrafnaþing Ár: 1955
Af tvídægru Ár: 1932
Hafís við Grænland Ár:1959
Grímsvatnagos.Ár: 1934