Dúó Ingólfsson-Stoupel býður uppá ógleymanlega kvöldstund í Hannesarholti sunnudaginn 16.júní kl.20, með tónlist eftir tónskáldið og fiðluleikarannn Rebeccu Clarke (1886-1979) . Dúó Ingolfsson-Stoupel er þekkt fyrir grípandi og frumlegt efnisval sem og heillandi listræna tilburði. Judith Ingolfsson fiðluleikari og Vladimir Stoupel slaghörpuleikari hafa hvort um sig fengið alþjóðlegt lof fyrir sólóverkefni sín. Sem dúó mynda þau tengingar, afhjúpa ósagðar sögur og flytja áheyrendur á örvandi ferðalög að hjarta kammertónlistar. Á síðasta áratug hefur dúóið tekið fögrum tónum lágfiðlunnar opnum örmum og aukið tónverkavalið. Nýjasta breiðskífa þeirra heiðrar verk Rebeccu Clarke, brautryðjanda í tónsmíðum. Judith Ingólfsson á íslenskan föður og er að hluta til alin upp á Íslandi.