Argentína steikhús, klassískt og traust

Olafur StudioArgentína steikhús er fastur þáttur í lífi margra Íslendinga. Þangað er haldið til að fagna stórum viðburðum, eiga notalega stund með makanum eða lífga upp á tilveruna eitt kvöld. Þetta frábæra steikhús hefur fyrir löngu sannað sig og það bregst aldrei að þar fæst góður matur og fyrsta flokks þjónusta.

argentina icelandic times _MG_0868Argentína opnaði árið 1989 og hefur síðan verið með vinsælli veitinghúsum landsins. Innblásturinn að eldamennskunni kemur frá Suður-Ameríku og einkennist af kjöti og fiski grilluðu yfir glóðheitum viðarkolum. Innréttingar staðarins undirstrika þema, nautaleður, skinn og viðarklæddir veggir. Valin vín frá þessum heimshluta eru einnig sérgrein vínþjónanna og passa sérlega vel með þessari tegund eldamennsku.

steik 6Vellíðan, virðing og þægindi

Aðalsmerki Argentínu hefur ætíð verið fagmennska starfsfólksins og skapandi og metnaðurfull matreiðsla. Mikil áhersla er lögð á að vera ætíð með besta hráefni sem völ er á. Nautakjötið er sérvalið og kemur mjúkt og safaríkt af grillinu. Grunnmatseðill staðarins er lítið breyttur frá því sem var í upphafi en ævinlega er lögð áhersla á að fylgjast með nýungum og fá innblástur frá aðferðum og efnivið sem hæst ber á hverjum tíma.

7528 2Gengið er inn á Argentínu frá Barónsstíg um undirgöng spölkorn frá ysi og nið götunnar. Þar strax er sleginn tónn sem hljómar áfram í snarkandi arineldi og notalegum leðursætum þegar inn er komið.  Virðuleiki, þægindi og hlýja einkenna staðinn og endurspeglast í viðmóti starfsfólks, innanstokksmunum og skila sér í vellíðan ánægðra gesta.