Glímutök er sýning tveggja listamanna í Gallery Port á Laugaveginum. Þar sýna / kljást listamennirnir Þorvaldur Jónsson og Skarphéðinn Bergþóruson hver með sínum hætti um Grettisbelti Gallery Ports. Auk þess sýnir Stephan Stephensen verkið SUBMISSION, í galleríinu. Svo það má segja að mæta á Laugaveg 32, í Gallery Port, fær maður þrjá fyrir einn.  Ekki má gleyma því að öll bindin á sýningu Skarphéðins eru, nei voru í eigu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Þorvaldur fer aftur á móti með okkur í ævintýraferð út í skóg, þar sem við mætum furðudýrum, öll án bindis. Verk Stephans er eitt og stakt, jafnvel einstakt. Árni Már Erlingsson og Skarphéðinn Bergþóruson hafa rekið þetta listamanna gallerí bráðum átta ár. ,,Já þetta gengur bara ágætlega.“ sagði Árni Már þegar Land & Saga / Icelandic Times leit við, ekki með bindi.

Þorvaldur Jónsson í skógarferð

Verk eftir Stephan Stephensen

Bindin eftir Skarphéðinn Bergþóruson

Árni Már annar af tveimur forstjórum gallerísins

Gallery Port

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 19/11/2023 – A7R IV, A7C : FE 2.5/40mm G, FE 1.4 24mm GM