Birtan við Húnaflóa

 
Stærsti fjörðurinn / flóinn á norðurlandi er Húnaflói, og sá þriðji stærsti á landinu eftir Breiðafirði og Faxaflóa. En Húnaflóinn gæti verið í fyrsta sæti á landinu með sinni einstöku birtu. Þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið um norðvesturland fyrir örfáum dögum, var birtan á leiðinni ekkert sérstök… nema við Húnaflóann, það er eins og fjörðurinn / flóinn fagni því í hvert skipti þegar ljósmyndari á leið um.
Húnaflóinn er 50 km / 30 mi, breiður milli Stranda og Skaga, og 100 km / 60 mi djúpur. Við flóann standa fimm bæir, Hólmavík og Drangsnes í Strandasýslu, í Húnavatnssýslunum tveimur er Hvammstangi, Blönduós, sem er fjölmennastur með rétt tæplega þúsund íbúa og Skagaströnd. Það er hægt að aka meðfram strandlengju Húnaflóa frá Ingólfsfirði á Ströndum og norður fyrir Kálfshamarsvík á Skaga, leið sem er hátt í 400 km /240 mi löng og stór hluti leiðarinnar er á holóttum malarvegum. En falleg er hún leiðin…. og birtan. Húnaflóinn kemur alltaf á óvart.

Horft vestur yfir Húnaflóa, úr Refasveit, Strandafjöllin handan við flóann

Kvöldbirta norður í Árneshreppi

Öldugangur í Húnaflóa

Kvöldsól í Veiðileysufirði í Húnaflóa

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Við Húnaflóa 25/06/2023 : A7R IV, RX1R II – FE 1.8/135mm GM, FE 200-600mm G, 2.0/35mm Z