BRÆLA / ROUGH SEAS  Þröstur Njálsson
Sjóminjasafnið í Reykjavík / Reykjavík Maritiem Museum
06. 06. – 11. 10. 2015

icelandic times BraelanÞröstur Njálsson, áhugaljósmyndari og sjómaður verður með höfundaspjall um sýningu sína BRÆLU í Sjóminjasafni Reykjavíkur sunnudaginn 11. október kl. 13:00. Þröstur veitir með ljósmyndum sínum einstaka sýn á lífið um borð í íslenskum togara á 21. öldinni, myndir sem aðeins innmúraður sjómaður gæti fangað.  Áhorfendur eru dregnir inn í framandi heim aðstæðna sem fæst okkar hafa kynnst. Heim sem að einhverju leyti mun heyra sögunni til með tilkomu nýrra og fullkomnari skipa.

Þröstur er skipverji á Ásbirni RE50 og er BRÆLA hans önnur einkasýning. Ásbjörn er gerður út af HB Granda sem stendur fyrir sýningunni  í samstarfi við Sjóminjasafn Reykjavíkur. Þetta er lokadagur sýningarinnar.

Frítt er á höfundaspjallið og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar hér.