Byggingu 280 íbúða í II. áfanga Bryggjuhverfis miðar vel. 185 íbúðir voru tilbúnar um áramót 2017/2018 og heildarverklok áætluð snemma árs 2019. Meðalstærð íbúða er um 100 m². 

„Áhersla var lögð á fjölbreytt framboð góðra íbúða í þessum áfanga, bæði einstaklings-, tveggja, þriggja, fjögurra og fimm herbergja íbúða og á hagkvæmu verði í öllum samanburði,“ segir Þorvaldur Gissurarson, framkvæmastjóri ÞG Verks, sem annast byggingarframkvæmdirnar.

Bryggjuhverfi

Alls eru þetta 10 fjölbýlishús og lauk fyrri hluta verksins um áramót en síðari hluta þess á að vera lokið snemma árs 2019.