Eldgosið við Litla-Hrút

Í beinni línu frá Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu eru bara rétt um 30 km / 18 mi í eldgosið við Litla-Hrút. Eldgos sem hófst þann 10. júlí norðaustur af Fagradalsfjalli, þar sem gaus bæði í mars 2021 og í ágúst í fyrra. Gosið nú er ívið stærra en hin tvö á undan. Sem skapar hættu, Mikil gasmengun fylgir gosinu, svo ferðamenn á tveimur jafnfljótum, þurfa að athuga vel aðstæður. Vegalengdin til að sjá gosið er 10 km (aðra leiðina)  frá Suðurstrandarvegi, vegur sem gæti lokast um miðjan næsta mánuð. En vísindamenn áætla miðað við rennslið á hrauninu renni það yfir veginn, þjóðleiðina milli Suðurlands og Suðurnesja eftir þrjár til fjórar vikur. Icelandic Times / Land & Saga skrapp yfir gosið, til að sýna lesendum sýnum bæði fegurð og ógn sem eldgos eins og þetta skapar.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjanes 18/07/2023 : A7R IV, A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM