Fornabíladagur á Árbæjarsafni

Verið velkomin á
5. júlí kl. 13 – 17

Hin árvissa og vinsæla fornbílasýning Fornbílaklúbbs Íslands verður á Árbæjarsafni sunnudaginn 5. júlí. Félagsmenn verða til skrafs og ráðagerða og  sýna bíla sína sem margir eiga merka sögu. Þeir verða jafnframt upp á klæddir í takt við árgerð bílana og við hvetjum gesti safnsins til þess að klæða sig upp á eftir sínu uppáhalds tímabili.

Heimsókn á Árbæjarsafn gefur gestum kost á að upplifa ferðalag aftur í tímann. Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu situr kona við tóskap. Í haga eru kindur, lömb, kýr og hestar. Hægt er að fylgjast með mjöltum alla daga kl. 16:00.

Munið svo að fá ykkur kaffi og með því í Dillons húsi.

Allir velkomnir!

Árbæjarsafn opið í allt sumar frá 10-17.
Kistuhyl
110 Reykjavík
Sími: (+354) 411 6300
[email protected]