Haraldur Bilson er þekktur fyrir að skapa litríka og heillandi töfraheima á strigann þar sem allt getur gerst og fólk og dýr taka þátt í rómantískum hátíðahöldum, dansa fram á rauða nótt eða leika sér undir berum himni. Málverkin hans eru full af litum, landslagi, fólki og trúðum og endurspegla allt í senn lífsgleði, fegurð og kunnuglegan framandleika.
Haraldur (Harry) Bilson fæddist í Reykjavik árið 1948 en fluttist til Bretlands á unga aldri. Móðir hans var íslensk enfaðir hans breskur. Haraldur hefur haldiðfjölmargareinkasýningar víða um heim, meðal annars hér á landi og hafa þær ávallt vakið mikla athygli.
Bilson byrjaði snemma að mála. Hann hefur starfað við myndlistarsköpun frá 19 ára aldri og hélt fyrstu einkasýningu sína í London 21 árs gamall. Síðan hefur hann vart lagt frá sér pensilinn hvort sem það er á ferðalögum eða heima fyrir og hann fær innblástur um allan heim.
Á sýningingunni Litrófi (e. Spectrum) má sjá verk unnin á síðustu fjórum árum.
Fold Gallery
Litróf/Spectrum
8.nóvember – 22.nóvember 2018
English
Harry Bilson is known for creating colourful and captivating fantasy worlds on the canvas; magical realms where anything can happen, people and animals participating in romantic celebrations, dancing the whole night through and playing under the open sky. His paintings are filled to the brim with colour, landscape, people and clowns that reflect in equal measures joy, beauty the known and the unknown.
Harry Bilson was born in Reykjavik in 1948, but moved to Britain at a young age. His mother was Icelandic and his father British. Bilson has exhibited his work throughout the world, including here in Iceland. His exhibitions have always garnered a lot of attention.
Bilson started painting at a young age. He’s worked as an artist since age 19 and opened his first private exhibition in London at 21. Since then he has hardly put down the paintbrush. Be it in his travels or at home, he is a master of finding inspiration anywhere.
Fold Gallery
Litróf/Spectrum
8.nóvember – 22.nóvember 2018