Hornið á Hafnarstræti og Aðalsstræti

Hátíðlegt í miðborginni

Dómkirkjan til vinstri, vígð 1776, Alþingishúsið til hægri
Skautasvellið á Ingólfstorgi

Jólin eru hátíð kristinna manna. Það á vel við hér á íslandi, við erum fyrst og fremst Lúthersk þjóð. Samkvæmt Hagstofu Íslands, eru 198,317 í Lúthersku þjóðkirkjunni. Í öðru sæti er Kaþólska kirkjan með 11,462 sóknarbörn. Ásatrú er í þriðja sæti með 5,215 meðlimi. Í fjórða sæti er Siðmennt, félag siðrænna húmanista, með 4,718 einstaklinga. Á Íslandi búa 964 Búddatrúarmenn, 881 Múslimi, og 627 einstaklingar sem tilheyra Rússnesku / Úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni. Icelandic Times/ Land & Saga kíkti í miðbæinn til að mynda tvær höfuðkirkjur landsins, Dómkirkjuna og Hallgrímskirkju, og auðvitað slæddust einhver önnur augnablik með, enda veður með eindæmum gott í gærkvöldi.

Horft upp Skólavörðustíg, að Hallgrímskirkju, vígð 1986

 

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson

Reykjavík 29/12/2023 –  A7C : FE 1.8/20mm G