Jólaskógarævintýri

Í Guðmundarlundi, útivistarsvæði í efstu byggðum Kópavogs, er ævintýraland fyrir unga sem aldna, sannkallað jólaland. Þarna hittir maður Grýlu móður jólasveinanna, Leppalúða pabba þeirra, heyrir sögur af jólakettinum og heyrir síðan sögur frá jólasveinum sem eru klæddir í spariföt vestan frá Ameríku. Enda hafa íslensku jólasveinarnir tekið miklum breytingum á síðustu 150 árum. Áður voru þeir meiri tröll, engar barnagælur, en það hefur heldur betur breyst. Nöfn Íslensku jólasveinanna koma fyrst fram í Þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1860. Árið 1932 kemur út ljóðabókin Jólin koma, eftir Jóhannes úr Kötlum, þar sem hann lýsir íslensku jólasveinunum þrettán. Með þessu ljóði má segja að hann hafi sett í fastar skorður nöfn jólasveinanna, og þá röð sem jólasveinarnir fylgja þegar þeir halda til manna, til að gefa börnum í skóinn, og gleðja háa og lága.

Sungið um Jólaköttinn
Horft inn í Jólaskóginn
Leppalúði faðir íslensku jólasveinanna þrettán
Grýla á 13 börn með Leppalúða, alla jólasveinana
Kári með Pottasleiki sem kemur þann sextánda desember
Sérstök móttökunefnd er á staðnum
Hurðaskellir hann kemur til byggða 18. desember

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Kópavogur 12/12/2023 –  A7C : FE 1.8/20mm G