Hofland-setrið

Veitingastaður með metnað
Í Blómabænum, Hveragerði er Hofland-setrið, veitingastaður sem er hlýlegur og þar er boðið upp á allt frá pizzum að hefðbundnum íslenskum mat.

IMG_5389Á Pizzuseðlinum er margt forvitnilegt. Þar er að finna venjulega Margaritu, Sjávarréttapizzu, Brjálaðan banana, Janis Joplin, Heilsuveislu og margt annað. Fjölbreytnin er slík að það væri að æra óstöðugan að telja allt upp hér, en hægt er að kynna sér úrvalið á heimasíðu setursins. Í hádeginu er boðið upp á heimilismat á hlaðborði. Er breytilegt eftir vikum hvað í boði er, en til glöggvunar skal bent á Gratineraðan plokkfisk með rófum, kartöflum, rúgbrauði og smjöri, Spaghetti Bolognese, Kjúklingarétti og Gljáðan Hamborgarhrygg með öllu því sem fylgir.

Pizza 1Hofland-setrið býður upp á veislur og veisluþjónustu og er starfsfólk ætíð reiðubúið til að aðstoða við að skipuleggja hverja þá viðburði sem fólk sækist eftir. Hofland-setrið var stofnað árið 2007 og opnað 12. maí sama ár. Mæðgurnar Linda og Gullý Hofland sjá um reksturinn.

IMG_5394Tryggvi Hofland sér um alla  vandaða matargerð,veisluþjónustu og hinn rómaða heimilismat í hádegi alla virka daga auk Pizzugerðar með systur sinni. Linda Hofland er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, barnabörnin taka þátt í daglegu amstri og leggja sitt að mörkum. Fjölskyldan hefur víðtæka reynslu í veitingarekstri og öllum alhliða þjónustustörfum og vill miðla þeirri reynslu til viðskiptavina sinna.

Opið frá kl. 11.30 – 22.00

Hoflandsetrið

Breiðumörk 2 • 810 Hveragerði
483 4467
[email protected]
www.hoflandsetrid.is