mayer1Íslandsmyndir Mayers 1836.

Gerðar af Auguste Mayer o.fl. í leiðangri Paul Gaimards um Ísland fyrir 150 árum. Í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Afrakstur ferðarinnar var margvíslegur, m.a. þær tæplega 200 myndir sem nú eru gefnar út,sumar í fyrsta sinn á Íslandi. Svo til allar myndirnar eru prentaðar í lit og hefur frú Guðrún Rafnsdóttir handlitað þær og notið tæknilegrar aðstoðar Kristins Sigurjónssonar litgreiningarmeistara enfræðilegrar leiðsagnar Fríðar Ólafsdóttur lektors. Arni Björnsson þjóðháttafræðingur og Asgeir S. Björnsson lektor sömdu formála og ítarlegar myndskýringar og er textinn á íslensku, frönsku og ensku. Íslandsmyndir Mayers fylgir litprentað kver, Chants Islandis, sem er ljósprentun á fágætu kveri með kvæðum og ræðu sem flutt voru Páli Gaimard til heiðurs í veislunni góðu í Kaupmannahöfn 1839. Í kverinu er einnig ritgerð eftir dr.Finnboga Guðmundsson landsbókavörð þar sem varpað er nýju ljósi á kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Paul Gaimard kom hingað fyrst 1835 en síðan árið eftir og þá við fjölmenni. Í leiðangri hans var meðal annarra málarinn Auguste Mayer. Það eru myndir hans sem hér koma fyrir sjónir í viðhafnarútgáfu. Með fylgir bókin Chants Islandais — kvæði sem Hafnaríslendingar kváðu til heiðurs Gaimard er hann kom til Kaupmannahafnar 1839. Var honum þá haldið samsæti eins og gekk og gerðist þegar heiðursmenn voru á ferð. Minningin um samsæti þetta lifir enn í ljóðlínum Jónasar: Þú stóðst á tindi Heklu hám / og horfðir yfír landið fríða. Í sama kvæði standa líka orðin: Vísindin efla alla dáð — sem Háskóli Íslands hefur gert að nokkurs konar einkunnarorðum.

Til herra Páls Gaimard

Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða, þar sem um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám. En Loki bundinn beið í gjótum bjargstuddum undir jökulrótum. – Þótti þér ekki Ísland þá yfirbragðsmikið til að sjá? Þú reiðst um fagran fjalladal á fáki vökrum, götu slétta, þar sem við búann brattra kletta æðandi fossar eiga tal, þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum. – Þótti þér ekki Ísland þá íbúum sínum skemmtan ljá? Útgefandi: Örn og Örlygur, 1986. 298 bls. mayer_reykljavikIcelandic fisherman hut in Reykjavik in 1936. Drawing by Mayers in the expediton of Gaimard to Iceland. Pro bably Helluland, located around what is now Vesturgata 11. Mountain Esjan in background. Sennilega kotið Helluland sem stendur þar sem núna er Vesturgata 11 og á svipuðum stað og áður var veitingahúsið Naustið. Esjan í baksýn. mayer_Laugarnes_1836Biskupsetrið í Laugarnesi í Reykjavík árið 1836. Húsið var byggt fyrir Steingrím Jónsson biskup 1825-1826. The residence of the bishop of Iceland in Laugarnes, Reykjavik 1836