Jón Stefánsson (1881–1962)

Jón Stefánsson listmálari fæddist á Sauðárkróki 22.2. 1881

Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám við Háskólann í Kaupmannahöfn, lauk cand.philprófi þar 1901 og las verkfræði í þrjú ár en sneri þá við blaðinu og að málaralistinni. Hann stundaði myndlistarnám við Teknisk Selskabs Skole 1903-1905, við einkaskóla Kristians Zahrtmann til 1908 og fór síðan til Parísar þar sem hann stundaði nám við einkaskóla Henri Matisse 1908-1910.
Meginviðfangsefni Jóns var íslenskt landslag en hann málaði auk þess portrettmyndir og uppstillingar. Hann var undir sterkum áhrifum frá Cézanne og Matisse en stíll hans einkennist af strangri, rökrænni formfestu og samræmdri, hófsamri litameðferð. Jón var í hópi brautryðjenda íslenskrar myndlistar á 20. öld og helsti frumkvöðull módernismans í myndlist hér á landi.      Texti Bragi Ásgeirsson


Hvað sem öllum vangaveltum líður er það óhrekjanleg staðreynd að Jón Stefánsson er byggingarmeistari íslenzks landslagsmálverks. Meiri og minni áhrifa frá honum gætir í myndum flestra samtíðarmanna hans, jafnt Ásgríms sem Kjarvals, Kristínar Jónsdóttur, Muggs og Sigurðar Sigurðssonar. Jón var jafnframt mestur rökfræðingur samtíðarmanna sinna í íslenzkri myndlist,allir lögðu opinminntir við hlustir er hann talaði um málverk, og fyrir miðbik aldarinnar leituðust ýmsir málarar við að temja sér framkomu Jóns og raddbrigði líkt og ungir rithöfundar Laxness.  Texti  Bragi Ásgeirsson


Viðtal í Líf og List 1950
Sjá hér