Kopar í fersku andrúmslofti hafnarinnar

Kopar,uti
Kopar utsyyni yfir batanaSumarið er dásamlegur tími hér við gömlu höfnina það iðar allt af lífi. Á bryggjunni finnur maður fyrir sögu Reykjavíkur og öllu lífinu við höfnina, hvort sem það er fólk að störfum, ferðamenn að skoða sig um, fólk á göngu um svæðið eða krakkar sem koma með stangirnar sínar og freista þess að veiða fisk á bryggjusporðinum.

Frozen kokteill barinn kopar
Ferskt og kraftmikið andrúmsloft hafnarinnar er hluti af upplifuninni þegar þú borðar á Kopar.
Kopar býður uppá létta rétti í hádeginu og er opið þar til kl. 15.00 á daginn en opnað síðan aftur kl.17.00 fyrir kvöldið.
Einnig eru þar mikið úrval kokteila og er boðið uppá „happy hour“ frá kl. 14.00-18.00 í allt sumar!
Kopar er með frábært útisvæði báðum megin við verbúðina þar sem gestir geta notið útsýnisins á meðan borðað er.

Hægt er að bóka borð í síma 567-2700 eða [email protected]