Kvöldganga: Reykjavík Safarí

Fimmtudaginn 7. júlí kl. 20

reykjaviksafariclick

Áttunda árið í röð bjóða söfnin í Reykjavík nýjum Íslendingum og öðrum áhugasömum upp á margtyngda kvöldgöngu um miðborgina. Markmiðið er að kynna fjölbreytt menningarlíf í borginni fyrir fólki óháð þjóðerni eða tungumálakunnáttu. Farið er yfir hvað er í boði fyrir bæði börn og fullorðna á fjölda tungumála; spænsku, pólsku, ensku, víetnömsku, portúgölsku og persnesku. Sagt er frá söfnum borgarinnar, leikhúsum og öðrum skemmtilegum stöðum sem í boði eru fyrir gesti og gangandi.

Lagt af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17.
Ókeypis þátttaka, allir velkomnir!