Ingibjörg Jóhannsdóttir Safnstjóri Listasafns Íslands flytur ræðu, sýningarstjórinn Arnbjörg María Danielsen og listamaðurinn Egill Sæbjörnsson

Leikgleði í leikherbergi listarinnar 

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins, heitir sýning sem var að opna í þremur af fjórum sölum Listasafns Íslands á Fríkirkjuvegi. Egill Sæbjörnsson (1973) býður okkur í ferðalag í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptúra og ferðafélaga og vina sem hann hefur skapað síðan hann man fyrst eftir sér. Þarna er leikgleðin á fremsta bekk. Í sal 1 birtast félagarnir Ūgh and Bõögâr sem hafa gegnt mikilvægu hlutverki í listsköpun Egils frá árinu 2008. Þeir félagar koma nú í fyrsta skipti heim til Íslands. Verkið Eggið og hænan, við eða þau, er í sal 2, þarna eru samtals 49 hlutir úr pappamassa, lími, sandi, sagi og málningu, sem allir eru að þykjast vera steinar. Í sal þrjú eru þrír dæmigerðir karlrembu skúlptúrar úr gifsi. Á skúlptúrana er varpað stafrænum myndum, með þessu reynir Egill að fá okkur til hugsa, því eðli listarinnar er hvorki kyrrstætt eða viljalaust. Sýningarstjóri sýningarinnar er Arnbjörg María Danielsen, verkefnastjóri sýninga er Vigdís Rún Jónsdóttir og markaðs- og þróunarstjóri er Dorothée Kirch. 
 
Egill Sæbjörnsson
Frá sýningunni Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins á Listasafni Íslands
Frá sýningunni Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins á Listasafni Íslands
Frá sýningunni Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins á Listasafni Íslands
Frá sýningunni Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins á Listasafni Íslands

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 15/10/2023 –  A7C, RX1R II : FE 1.8/14mm GM, 2.0/35mm Z