Listasafnið á Laugarnesinu

Ein fallegasta staðsetning á safni á Íslandi er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesinu í Reykjavík. Þar sem það stendur á sjávarkambi, með frábært útsýni að miðborginni í vestsuðvestur. Listasafnið hýsir höggmyndir og teikningar eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara sem var fæddur á Eyrarbakka árið 1908. Safnið var stofnað 1984 af ekkju listamannsins, Birgittu Spur, tveimur árum eftir að Sigurjón lést. Árið 2012, var það afhent íslenska ríkinu, og er nú rekið af sjálfseignarstofnuninni Grímu, undir forystu aðstandenda Sigurjóns. Fékk Sigurjón í fyrstu tilsögn hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni, heldur tvitugur til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf nám í Konunglegu Akademíunni. Þegar hann kemur heim að lokinni seinni heimsstyrjöldinni, varð hann enn brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi, og er af þekktustu myndlistar- myndhöggvurum sem hafa alið hér manninn.

 

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stendur svo fallega á Laugarnesinu, glittir í miðbæ Reykjavíkur í bakgrunni.

 

Úr aðalsal safnsins; en Sigurjón vann verk sín í afar fjölbreyttum efnivið, leir, tré, gifs, stein, steinsteypu og í málmum.

 Reykjavík 15/02/2022 – 10:08 -11:26 :  A7C :  FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson