Miðborgarpósturinn gefur út nú sitt árlega Jólablað í 11. skiptið eða allar götur síðan árið 2006. Að venju er af nógu að taka og fjölbreytt efni í Jólablaðinu, hvort sem er umfjöllun um nýja Pönksafnið við Bankastrætið, Pop Up Verzlunina í Listasafni Íslands, fréttir af Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu og Gallerí List eða klassískt erindi sem Sigurbjörn Einarsson fyrrverandi biskup flutti í Hallgrímskirkju árið 2002 svo eitthvað sé nefnt. En það er bara um að gera að kíkja á blaðið því sjón er sögu ríkari og er hægt að nálgast það hér í pdf-útgáfu.

 

Eirikur Einarsson Ritstjóri