Land og Saga Magazine

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Hildur Yeoman, sem hefur getið sér gott orð fyrir ævintýralegar sýningar, draumkennd prent og kvenlegan fatnað, opn aði sína eigin verslun þann 16 mars síðastliðinn að Skólavörðustíg 22b.
Verslunin sem ber nafnið Yeoman er sannkallaður töfraheimur fullur af lúxusvarningi bæði frá íslenskum sem og erlendum tískumerkjum. Þar er hægt að fá falleg föt, dásamleg ilmvötn, skart og spennandi skómerki ásamt ýmiskonar dýrgripum og gjafavöru.
Ásamt vörum Hildar Yeoman má m.a. nefna íslenska skómerkið Kalda, undirföt frá hollenska merkinu Love stories, skart frá Eyland, fatnað frá franska merkinu American vintage, sundföt frá swimslow og skó frá bresk portúgalska merkinu Miista.
Hildur hannar fyrir nútímakonuna. Þet ta er bæði fatnaður sem hentar vel í vinnu og í drykk eftir vinnu. Hildur er þekkt fyrir glæsilega kjóla og fallegt handgert skart, en í versluninni er einnig gott úrval af fallegum drögtum og prjónafatnaði sem er nýtt frá merki Hildar Yeoman.