Prins Póló heldur tónleika á KEX laugardagskvöldið 23. Janúar

Fyrstu tónleikar Prinsins og Hirðarinnar frá því í júlí

Hinn eini sanni Prins Póló og hirðin hans koma fram á tónleikum á KEX Hostel næstkomandi laugardagskvöld, 23. janúar.  Prinsinn mun leika með hljómsveit sinni og einvalaliði gestahljóðfæraleikara.  Þetta verða því tónleikar sem eru með stærra móti en gengur og gerist hjá Prins Póló og hirðinni hans.

Prins Póló hefur ekki leikið á tónleikum síðan á Bræðslunni, síðastliðið sumar, og því mál til komið að telja í.

Prins Póló munu leika sín hressustu lög og reyna að halda uppi þokkalegu stuði eins og þeim einum er von og vísa.

Ókeypis er inn á tónleikana og við hvetjum alla áhugasama til að mæta og sem fyrst til að tryggja sér gott stæði.  PrinsPolo 23 Januar

Tónleikar hefjast akkúrat rúmlega 21:00.

Hljómsveitina skipa:

Prins Póló: Gítar, söngur
Berglind Hässler: Hljómborð, söngur
Kristján Freyr: Standandi trommur – Söngur
Benedikt Hermann Hermannsson: Bassi – Söngur

Gestaspilarar eru:

Sóley Stefánsdóttir: Hljómborð
Örn Eldjárn: Gítar
Margrét Arnardóttir: Nikka
Ívar Pétur Kjartansson: Slagverk

Prins Polo Baldur Kristjans Crop

Bestu kveðjur / Kind Regards

Benedikt Reynisson
Events / Social Media / Press
Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK

https://www.kexhostel.is
https://www.kexland.is
https://www.hverfisgata12.is
https://www.dillrestaurant.is
https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060
Mob.  + 354 822 2825