Dagskrá Menningarnætur í Gallerí Fold er að vanda mjög fjölbreytt og verður heldur betur gaman að taka á móti gestum eftir tveggja ára bið!
Gallerí Fold fagnar einnig 30 ára starfsafmæli og boðið verður upp á margs konar afmælis varning í tilefni dagsins. |
13:00 – 14:00 Skapað af list: Odee sýnir handtökin við gerð verka sinnaOdee Oddur Eysteinn Friðriksson (f. 1983) kallar list sína samrunalist á íslensku. Hann blandar saman táknmyndum úr samtímamenningu og popplist til þess að skapa ný sjálfstæð verk. Verkin eru samsettar klippimyndir úr menningu sem hefur haft mótandi áhrif á hann á einn eða annan hátt. Odee stundar nú nám í myndlist við Listaháskóla Íslands.
13:00 – 18:00 Street drop/Fjársjóðsleit Gjafabréfum fyrir listaverki eftir Odee verður komið fyrir á 25 stöðum víðsvegar um miðborgina og þeir sem finna þau mega eiga verkin. Verkið eftir Odde er sérunnið í tilefni að 30 ára afmæli Gallerís Foldar. Vísbendingar verða gefnar á Instagram og Facebook síðum gallerísins. 13:00 – 18:00 Ratleikur Leikurinn felst í því að finna listaverk sem sýnd eru í Gallerí Fold. Við hvert þeirra er lítil frásögn og í henni er bókstafur sem er hluti af orði sem gestir eiga að finna út. Dregið verður úr réttum lausnum og í verðlaun er bókin Kjarval, málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur. 13:00 – 18:00 30×30 Afmælissýning Gallerí Fold er 30 ára og í því tilefni verður opnuð sölusamsýning 25 listamanna. Verkin eiga það sameiginlegt að vera öll 30×30 cm að stærð og vísar það í 30 ára afmæli gallerísins. 13:30 – 14:30 Skapað af list: Pétur Gautur sýnir handtökin við gerð verka sinna. Pétur Gautur er vel þekktur fyrir uppstillingar sínar og ferskt litaval í málverki. Pétur Gautur aðhyllist einfaldleikann, notar fáa liti en vel valda og eru fersk blóm og ávextir honum endalaus uppspretta í fínlegri og fallegri listsköpun. Uppstillingin svokallað „still life” er klassískt viðfangsefni í listasögunni sem býður þó alltaf upp á nýja nálgun og hefur Pétur Gautur í gegnum tíðina kannað og leikið sér með það. 13:45 – 14:00 Öruppboð Hefur þig alltaf langað að bjóða í verk? Komdu og prófaðu að taka þátt í öruppboði í Gallerí Fold. Boðin verða upp verk eftir Harald Bilson og Sigurjón Jóhannsson. Ekkert lágmark er á verkunum þannig að þú gætir dottið í lukkupottinn. 14:00 – 14:30 Spilað af list: tónlistarkonan Jelena Ciric spilar Jelena er fædd í Serbíu en alin upp í Kanada og er tónlist hennar undir áhrifum þjóðlagatónlistar frá Balkanskaganum og Norður Ameríku. Jelena hefur stundað nám í tónlist og búið í Torontó, á Spáni og í Mexíkó, en hefur nú sest að á Íslandi. Hún syngur og spilar á píanó. 14:30 – 14:45 Öruppboð á vegum Einstakra barna í samvinnu við Odee Gallerí Fold efnir til góðgerðaruppboðs í samstarfi við listamanninn Odee til styrktar Einstökum börnum. Sérhannaðir risa Opal pakkar, Opal álverk, prent og bolir eftir listamanninn Odee verða boðnir upp. Allur ágóði rennur óskipt til Einstakra barna. 15:00 – 16:00 Listamannaspjall Möggu Eddudóttur Magga verður með listamannaspjall í Gallerí Fold á sýningu sinni „Úr myrkri“ sem nú stendur yfir í baksal Gallerís Foldar. Magga vinnur með textíl, polymer leir og þurr pastel á pappír. Magga nálgast viðfangsefnið sitt með því að myndgera tilfinningar sínar á einfaldann og einlægan hátt og hafa verkin sterk feminísk áhrif og tilgang. 15:00 – 16:00 Skapað af list: Listamaðurinn Þorgrímur Andri Einarsson sýnir handtökin við gerð málverka sinna Listamaðurinn Þorgrímur Andri gefur okkur innsýn í listheim sinn. Þorgrímur útskrifaðist frá Royal Conservatoire listaháskólanum í Haag Hollandi árið 2010. Þorgrímur vinnur aðallega með olíumálverkið og hefur sýnt víða um heim, í Bandaríkjunum, Danmörku og auðvitað líka á Íslandi, m.a. hérna hjá okkur í Gallerí Fold og opnar svokölluð „pop up“ sýning á verkum hans hér þann 27. ágúst nk. 15:30 – 15:45 Spilað af list: Raddbandafélag Reykjavíkur tekur nokkur lög Raddbandafélag Reykjavíkur er hress og skemmtilegur karlahópur sem hefur starfað í tvo áratugi. Einkennisorð þeirra eru: Vandað grín. Þeir flytja nokkra innlenda og/eða erlenda slagara. Stjórnandi Raddbandafélagsins er Egill Gunnarsson. Raddbandafélagið syngja af list í Gallerí Fold kl. 15.30. 15:45 – 16:00 Afmæliskakan skorin. Hipp hip húrra! Gallerí Fold er 30 ára. Komdu og gæddu þér á gómsætri afmælisköku. 16:00 – 16:30 Spilað af list: Hljómsveitin Ateria spilar. Hljómsveitin Ateria er skipuð þeim Ásu, Eir og Fönn. Hljómsveitin vann Músíktilraunir árið 2018 og er án efa ein af athyglisverðustu hljómsveitum dagsins í dag. Hljómsveitin hefur spilað á Iceland Airwaves, Secret Solstice, Aldrei fór ég suður og Innipúkanum. Þau hafa líka spilað í Noregi og á Spáni. Haustið 2021 kom út fyrsta platan þeirra, and_vari. 16:00 – 17:00 Skapað af list: Ástríður J. Ólafsdóttir sýnir handtökin við gerð málverka sinna. Ástríður Jósefína Ólafsdóttir (f. 1990) er fædd á Íslandi en ólst upp í Þýskalandi og á Ítalíu. Hún býr nú í Reykjavík. Ástríður lærði myndlist í Bologna á Ítalíu og útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist árið 2016. Ástríður hefur sýnt verk sín í Húsi Mál og menningar, var með einkasýningu í Núllinu galleríi í sumar. Hún verður með einkasýningu í Gallerí Fold í október. 16:30 – 16:45 Ljóðalestur: Anton Helgi Jónsson les upp ljóð út frá verkum Sossu (Margrétar Björnsdóttur). Ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson les upp ljóð í Gallerí Fold sem myndskreytt eru af ljóðmyndamálaranum Sossu. 16:45 – 17:00 Öruppboð Hefur þig alltaf langað að bjóða í verk? Komdu og prófaðu að taka þátt í öruppboði í Gallerí Fold. Boðin verða upp verk eftir Harald Bilson og Sigurjón Jóhannsson. Ekkert lágmark er á verkunum þannig að þú gætir dottið í lukkupottinn. |