Mánudaginn 2. desember í Fenjamýri í Grósku.
Mánudaginn 2. desember fer fram opinn fyrirlestur í Fenjamýri í Grósku frá kl. 17:00 – 19:30 á vegum arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og Arkitektafélags Íslands
Það er franski arkitektinn Pierre David sem ætlar að halda fyrirlestur sem nefnist „Poetry moves away from the language of the concept to bring us closer to what it designates.“
Í kjölfarið fer fram pallborðsumræða með nemendum og arkitektum. Tíminn er hluti af námskeiðinu „Urban Lab – Borgarýni“ sem nemendur á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands sitja á haustönn.
Sahar Ghaderi og Karl Kvaran hafa umsjón með námskeiðinu. Fyrirlesturinn er opinn öllum og öll áhugasöm hvött til að mæta.