Höfundur: Anton Helgi Jónsson

Handbók um ómerktar undankomuleiðir er ljóðsaga þar sem undirliggjandi atburðarás minnir á dramatíska og þó launfyndna óperu. Sagan lýsir annasömum degi hjá ónefndri persónu sem bregst við margvíslegum áreitum umhverfisins með því að ferðast í anda til annarra staða og stunda.

Stundum er eina leiðin
til að komast af
sú leið að koma sér undan í huganum.

Anton Helgi Jónsson gaf út sína fyrstu ljóðabók 1974, þá 19 ára, en alls eru ljóðabækurnar nú orðnar níu. Mál og menning hefur gefið þær flestar út, síðast bókina Tvífari gerir sig heimakominn 2014.

Náttúra Íslands og ferðalög um landið eru leiðarstef í nýrri bók Antons Helga Jónssonar sem kom út í byrjun október 2020. Bókin inniheldur  ljóðsögu sem auðveldlega má sviðsetja í huganum eins og leikrit eða óperu. Holtasóley, klettar, lofthræðsla og gönguskór leika stór hlutverk ásamt fuglum, dýrum og fleiri náttúrufyrirbærum. Rammi sögunnar er annasamur dagur hjá ónefndri persónu sem bregst við áreitum umhverfisins með því að ferðast í anda til annarra staða og stunda.  Sjá meira hér