Augnablik // AuðEy “Auður Eysteinsdóttir”

Auður Eysteinsdóttir opnar sýningu í LG dagana 10.-13. ágúst n.k. 

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 10. ágúst milli 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir! 

“Flestir hafa einhvern tímann legið á bakinu og horft upp í himininn, séð skýin færast til og taka á sig hinar ýmsu kynjamyndir.

Andlitin sem birtast í myndum mínum eiga sér rætur í skýjamyndum sem ég horfði á sem barn. Þau búa yfirleitt til tengingu innan myndarinnar.

Á sama hátt og kvikar skýjamyndir, þá eiga myndirnar mínar það til að breytast eftir hvernig horft er á þær. Margar litlar myndir birtast og stundum þarf að horfa vel til að sjá heildarmyndina.

Augað greinir eitthvað á myndinni, kannski fugl, fiðrildi, gróður en á því augnabliki birtist annað auga, andlit ..og augnablikið rennur hjá.

Ég lauk prófi úr Myndlista-og handíðaskóla Íslands og hef kennt myndmennt í um 25 ár. Auk kennslunnar hef ég tekið að mér ýmis teikniverkefni, rekið gallerý ásamt öðrum og skapað myndverk í frístundum mér til ánægju.”

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0