Augu sem tjarnir

Augu sem tjarnir

Ryan Mrozowski
18. ágúst – 8. október 2022
Verið velkomin á opnun sýningar Ryan Mrozowski, Augu sem tjarnir, í i8 gallerí í dag, fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 17-19. Þetta er fyrsta sýning listamannsins í i8, en hún stendur til 8. október 2022.

Augu sem tjarnir samanstendur af nýjum málverkum sem undirstrika kerfisbundna nálgun Mrozowski á myndlist. Ávextir, lauf og bókstafir verða að óhlutbundnum mótífum í verkum hans, en víkja frá hefbundnum stíl kyrralífsmynda. Hann klippir viðfangsefnin út, endurtekur þau og veltir upp spurningum um viðveru, fjarveru og skynjun. Þannig á heildstætt tungumál listamannsins rætur að rekja til myndrænna og málvísindalegra þrauta; útkoman endurskilgreinir náttúruna með kerfisbundinni röðun.

Endurtekninguna má einnig finna í tvöföldun á strigum sem sjá má í myndtvennum (e. diptych) Mrozowskis. Viðfangsefnið leynist undir mettuðum litaflötunum og blekkir augun þegar hugurinn leitast við að tengja málverkin tvö saman í eina mynd. Myndtvennurnar eru kraftmiklar og skapa brengluð speglunaráhrif sem eru rauður þráður í listsköpun Mrozowskis.

Í orðaverkum Mrozowskis brjóta stafir upp myndefnið á sama hátt og hann notar mynstur í öðrum verkum. Í fljótu bragði má raða þeim í orð – eyes, yes, on, no, noon – eftir því sem sjónræn tengslin koma í ljós. Rétt eins og í mörgum verkum hans búa orðaverkin yfir einskonar stafrænum eiginleikum þar sem handverk listamannsins tekur hattinn ofan fyrirklippa og líma vinnuaðferðum tölvutækninnar.

Ryan Mrozowski fæddist árið 1981 í Pennsylvaníu og býr og starfar á milli Hudson og Brooklyn, í New York, Bandaríkjunum. Hann lauk MFA prófi frá Pratt Institute í New York árið 2005 og BFA prófi frá Indiana háskólanum í Pennsylvaníu árið 2003. Verk hans hafa verið á sýningum víða um heim, þar á meðal í Galerie Nordenhake (Mexíkóborg, Stokkhólmi, Berlín), Ratio 3 (San Francisco), Hannah Hoffman Gallery (Los Angeles), Simon Lee (London) og Chapter (New York). Augu sem tjarnir er fyrsta sýning Mrozowskis í i8 gallerí.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Dorotheu Olesen Halldórsdóttur, [email protected]

Mynd: Ryan Mrozowski, Untitled (Nocturne), 2022. Akrýl á striga. Tvær myndir, hvor um sig: 48,3 x 38,1 cm. (RMR0011)

i8 Gallery
Tryggvagata 16
101 Reykjavík
www.i8.is
[email protected]
+354 551 3666

Related Articles

  Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

  Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

    Sýningaropnun – Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar Fimmtudag 14. október kl. 20.00 í Ásmundars...

  Saga listasafna á Íslandi

  Saga listasafna á Íslandi

  Sigurjón Baldur Hafsteinsson ritstjóri bókarinnar Fletta bókinni hér Bókin Saga listasafna á Íslandi. Í bókinni er...

  WAITING ROOM í Harbinger.

  WAITING ROOM í Harbinger.

  Laugardaginn 24. apríl á milli kl. 2 og 6 opnar sýningin WAITING ROOM í Harbinger. Sýningin stendur til 9. maí og er ...

  Einar G. Baldvinsson 1919-2004

  Einar G. Baldvinsson 1919-2004

  Einar G. Baldvinsson lærði myndlist í Handíða- og myndlistaskólanum árin 1942-45 og í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn...


Tryggvagata 6 101 Reykjavík

551 3666

[email protected]

www.i8.isCATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland