Barnadagskrá í Þjóðminjasafni Íslands 17. júní

Barnadagskrá í Þjóðminjasafni Íslands 17. júní

Í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins 17. júní kl. 14 opnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, barna og fjölskyldurýmið Stofuna í Þjóðminjasafni Íslands. Stofa er nýtt rými fyrir börn og fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr stofu í baðstofu, rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Rannsóknarstofa í Stofu
Á þjóðhátíðardaginn er lögð áhersla á störf fornleifafræðinga í Þjóðminjasafni Íslands. Stofu, nýju barna- og fjölskyldurými er breytt í rannsóknarstofu milli kl. 14 og 16. Þar geta gestir spreytt sig á því að mæla hæð bæjarhólsins með hæðarhæli, skoðað fræ í víðsjá og greint þau til tegunda og sett fram sína eigin kenningu um tilgang smásteina sem finnast gjarnan í gólfum og gröfum frá fyrri tíð.

Danssýning
Danshópur frá Dansstúdíó World Class (DWC) sýnir hópatriði við opnun Stofu. Danshópurinn samanstendur af 17 stúlkum á aldrinum 11 – 15 ára. Stella Rósenkranz stjórnar hópnum.

 

Ratleikur um fugla
Allan daginn er hægt að fara í ratleik sem fjallar um fugla; fuglamyndir á safngripum og fugla í umhverfinu. Verkefnið er að finna fugla á grunnsýningunni Þjóð verður til í Þjóðminjasafninu, skoða fuglana við Tjörnina, og fara í Safnahúsið við Hverfisgötu og skoða fuglana á sýningunni Sjónarhorn, sem þar er.

Ókeypis aðgangur fyrir alla gesti á 17. júní í Þjóðminjasafnið á Suðurgötu og Safnahúsið við Hverfisgötu.
Verið öll velkomin!

Rannsóknarstofa og dansýning
Rannsóknarstofa
Á þjóðhátíðardaginn lögð áhersla á störf fornleifafræðinga í Þjóðminjasafni Íslands. Stofu, nýju barna- og fjölskyldurými verður breytt í rannsóknarstofu milli kl. 14 og 16.

Viltu prófa að hæðarmæla?
Gestir geta spreytt sig á því að mæla hæð bæjarhólsins. Margs konar mælitæki eru notuð í fornleifarannsóknum. Eitt af þeim er hæðarmælir. Fyrst eru mannvistarlög og steinar teiknaðir upp og síðan er hæðarmælir notaður til þess að skrásetja hæð þeirra. Þá er hægt að teikna upp breytingar á byggingunni sem verið er að kanna og sjá þær í þrívídd.

Fræ í fornleifarannsóknum
Við fornleifarannsóknir eru margvíslegar aðferðir notaðar til að safna vísbendingum um fólkið sem bjó á staðnum. Ein þeirra er að skoða fræ sem finnast í gólflögum. Gestum býðst að skoða mismunandi fræ með víðsjá og greina þau til tegunda.

Smásteinar
Algengt er að litlir fallegir smásteinar finnist við fornleifarannsóknir. Oft eru þessar steinvölur sléttar, slípaðar af langri veru í sjó eða af manna höndum. Erfitt er að ákvarða hvaða tilgang þessir steinar höfðu en þeir finnast helst í gólfum og jafnvel stundum í gröfum. Gestir fá færi á að velta tilgangi steinanna fyrir sér og setja fram sína eigin kenningu.

Danssýning
Danshópur frá Dansstúdíó World Class (DWC) sýnir hópatriði við opnun Stofu. Danshópurinn samanstendur af 17 stúlkum á aldrinum 11 – 15 ára. Stella Rósenkranz stjórnar hópnum.

Ratleikur um fugla
Allan daginn er hægt að fara í ratleik sem fjallar um fugla. Verkefnið er að finna fugla á sýningunni Þjóð verður til í Þjóðminjasafninu, skoða fuglana við Tjörnina, og fara í Safnahúsið við Hverfisgötu og skoða fuglana á sýningunni Sjónarhorn, sem þar er.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS SAFNAHÚSIÐ
SUÐURGATA 41 HVERFISGATA 15
101 REYKJAVÍK 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 530-2200 SÍMI: 530-2210

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0