Sýn og túlkun barna á gripum safnsins
Einstaklega frjó og skemmtileg verk
Frítt á allar sýningar á hátíðinni
GRANDASKÓLI, 5., 6. OG 7. BEKKUR:
Börnin endurskapa þjóðminjar
Nemendur velt fyrir sér þjóðminjum og sögu þjóðarinnar. Í verkunum fá þjóðminjar nýtt samhengi, ýmist nútímalegt, ævintýralegt og jafnvel hrikalegt!
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Nemendur Ísaksskóla heimsækja Þjóðminjasafnið oft og tíðum. Í vetur unnu þeir meðal annars sína eigin refla og klæði innblásin af sýningunni Með verkum handanna. Sjón er sögu ríkari!
Reflar og skildir
Nemendur Dalskóla tengja verk sín við spennandi sögur af goðum og jötnum. Nemendur saumuðu út myndrefil og ristu með rúnaletri nöfn goða og gömul norræn heiti í tré. Orðin mynda skjöld um fínlegan útsaumaðan refil.
FIMMTUDAGINN 25. APRÍL KL. 13-15
Sumardagurinn fyrsti: Skuggamyndasmiðja
Listakonan Sylwia Zajkowska býður upp á skuggamyndasmiðju. Í smiðjunni verður hægt að útbúa leikbrúður og fleira fyrir skemmtilegar skuggamyndasýningar. Allt efni verður á staðnum.