Bókatíðindi 2017

Kæru bókaunnendur,
Ef það er eitthvað sem segja má að einkenni íslenskan bókamarkað þá eru það gæði og fjölbreytileiki. Og enn og aftur má sjá afrakstur þess í Bókatíðindum árins, þar sem kynntar eru hátt í átta hundruð nýjar bækur, gefnar út á árinu. Hvergi á byggðu bóli eru gefnir út jafn margir titlar sé miðað við hina frægu höfðatölu. Þrátt fyrir að töluvert hafi þrengt að íslenskri bókaútgáfu þá er afar ánægjulegt að sjá allan þann metnað og áræðni sem enn ríkir við ritun og útgáfu bóka. Þannig er ákaflega ánægjulegt að sjá að á árinu koma hátt í 200 nýjar barna- og ungmennabækur og eins eru um 150 nýjar skáldsögur gefnar út. Það eiga því allir að geta fundið fjöldann allan af bókum við sitt hæfi. Nú hafa allir stjórnmálaflokkar lýst yfir eindregnum vilja til þess aðafnema virðisaukaskatt af bókum, og færa bókaútgáfuna til jafns á við það sem sést hjá löndum eins og Noregi, Írlandi og fleiri þjóðum, en virðisaukaskatturinn hefur verið langt yfir meðaltali í Evrópu, en einungis fjórar Evrópuþjóðir leggja hærri virðisaukaskatt á bækur en gerte r á Íslandi. Það er alveg ljóst að sú breyting á eftir að reynast íslenskri bókaútgáfu gríðarleg lyftistöng. Bókaútgefendur og höfundar eru því stjórnmálamönnum afar þakklát fyrir að átta sig á mikilvægi þess að bregðast við af krafti til þess að tryggja áframhaldandi blómlega útgáfu.
Framundan eru frábær bókajól!
Egill Örn Jóhannsson
formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

Sjá bókatíðindi 2017 hér

RELATED LOCAL SERVICES