Bókatíðindi 2016

Kæru bókakaupendur,
Enn á ný sjáum við gríðarlegan kraft í íslenskri bókaútgáfu. Í Bókatíðindunum sem þú heldur á eru skráðar tæplega 700nýjar bækur sem koma út á árinu, sem sýnir glöggt áhuga landsmanna á bókum og bóklestri og gróskumikla útgáfu. Aldrei hafa fleiri íslensk skáldverk verið skráð í Bókatíðindi en í ár.Það er sérlega ánægjulegt, enda hefur áhugi á íslenskum skáldskap náð langt út fyrir landsteinana. Íslenskur skáldskapur ferðast um heim allan, áhuginn fer sívaxandi með ári hverju og fjöldi íslenskra rithöfunda sem fá bækur sínar gefnar út á erlendri grundu hefur líklega aldrei nokkurn tímann verið meiri.
Til þess að bókaútgáfa geti þrifist með heilbrigðum og eðlilegumhætti er nauðsynlegt að stjórnvöld hverju sinni tryggi höfundum og útgefendum traustan starfsgrundvöll. Á Íslandi, einu örfárra landa Evrópu, er til dæmis enn ríkiseinokun á útgáfu námsbóka fyrir grunnskóla sem annars staðar telst ein helsta undirstaða bókaútgáfunnar. Eins er virðisaukaskattur á bókum langt ofan við Evrópumeðaltalið,sem hlýtur að teljast sérkennilegt á jafn litlu málsvæði og okkar. Óskandi er að stjórnvöld komi betur til móts við bæði höfunda og útgefendur og búi þannig íslenskri bókaútgáfu betri skilyrði.
Jólabókaflóðið, sem nú er hafið, er hornsteinn íslenskrar bókaútgáfu og í raun það sem fjölmargir ókaútgefendur, rithöfundar og aðrir sem útgáfunni tengjast, byggja allt sitt á. Jólabókaflóðið er því að mörgu leyti grundvöllur þess að bókaútgáfa geti þrifist hér. Sú ríka hefð Íslendinga að gefa bækur í jólagjöf er okkur öllum dýrmæt og nauðsynleg.
Gleðileg bókajól!
Egill Örn Jóhannsson
formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

Sjá Bókatíðindi 2016 hér

Barónsstíg 5 101 Reykjkavik

511 8020

[email protected]

fibut.is


Félag íslenskra bókaútgefenda


CATEGORIES


iframe code code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles