Bompas & Parr á DesignTalks 2024

Upplifunarhönnunarstofan Bompas & Parr verður á DesignTalks, sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Arkitektinn, uppfinningamaðurinn og framleiðandinn Harry Parr, annar stofnandi stofunnar sem er leiðandi í fjölskynjunar upplifunum og kalla sig “Architects of taste; feeding minds and stomachs”, stígur á svið í Hörpu.

Saga þessa tvíeykis hófst þegar þeir urðu sérfræðingar í að vinna með hlaup! Verk þeirra hafa alla tíð síðan haldið áfram að koma á óvart og þenja ímyndunaraflið. Heillandi birtingarmyndir sköpunargleðinnar, sem hreyfa við öllum skynfærum.
Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks

Á HönnunarMars í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum og á DesignTalks er jafnvægis leitað og sirkushringurinn nýttur til að halda hugmyndum á lofti, spúa eldfimri snilld og fljúga hátt!

Dagskrá dagsins tekst á við öfgar og ójafnvægi ýmiskonar. Ofgnótt upplýsinga, hráefnisskort, möguleika nærumhverfisins í hnattrænu samhengi, enduruppbyggingu, heimsfjölskylduna og innri ró mun bera á góma. Í þessum tælandi töfraheimi er allt mögulegt en undir yfirborðinu kraumar hið óvænta og stundum hið óþægilega.

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024.
Miðasala er í fullum gangi, en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins!

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0