Andlitsmyndir Kjarvals

Staður viðburðar
Kjarvalsstaðir

Vikulegar hádegisleiðsagnir á miðvikudögum um sýninguna á Kjarvalsstöðum Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarval .

Andlitsmyndir Kjarvals hafa skipað veglegan sess á yfirlitssýningum á verkum listamannsins og samsýningum af ýmsu tagi en til þessa hefur sjónum ekki verið beint að þessum myndum sérstaklega.

Á sýningunni eru verk víða að, jafnt úr Kjarvalssafneign Listasafns Reykjavíkur, frá Listasafni Íslands og frá einkasöfnurum sem góðfúslega hafa lánað verk sem mörg hver hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir.

Öll velkomin!

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

RELATED LOCAL SERVICES