En hver var Brynjólfur Þórðarson? Hann er ekki mjög þekktur málari, þar sem hann hafði sig lítt í frammi sjálfur, hélt sárafáar sýningar á verkum sínnum og flest verka hans höfðu lítt komið fyrir almenningssjónir fyrr en á yfirlitssýningunni 1971 en þar voru sýnd 56 verk og á þessari sýningu í Listasafninu eru 92 myndir sem þó eru einungis hluti þeirra verka sem hann vann á stuttri ævi sinni.
Í sýningarskrá frá 1971 segir Hjörleifur Sigurðsson m.a.: „Hver eru einkenni Brynjólfs Þórðarsonar? Ég nefni hið meitlaða handbragð, sem hvelfist eins og skel utan um flestar myndir hans, en síðan kemur þögnin eða kyrrðin, sem grípur milliliðalaust hvert einasta mannsbarn, sem hefur lifað Ísland fyrr eða síðar.“ Sjá meira hér
Skaftafell 1921 mynd máluð af Brynjólfi Þórðarsyni.Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér