Sigurður Árni Sigurðsson

Myndlistamaðurinn Lukas Bury verður með leiðsögn á pólsku um sýninguna Óravídd: Sigurður Árni Sigurðsson á Kjarvalsstöðum.

Sigurður Árni Sigurðsson á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Hann hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar. Þar kallast á bæði það sem sést með berum augum og einnig það sem við sjáum ekki.

Í verkum listamannsins kemur berlega í ljós að við byggjum skynjun okkar á umhverfinu ekki síst á því sem við skáldum í eyðurnar. Tilraunir Sigurðar Árna hafa leitt hann á brautir fjarvíddar og rýmis, hvort heldur með nokkurs konar sjónhverfingum á tvívíðum fleti eða með því að skapa hluti í þrívídd. Þar kemur samspil ljóss og skugga iðulega við sögu og hann er kunnur af verkum sem sýna skuggavarp með ýmsum hætti.

Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna er sú fjórða í röð Listasafns Reykjavíkur og hluti af þeirri viðleitni safnsins að skrá og greina íslenska listasögu í gengum veglegar sýningar og útgáfu. Þar eru valdir listamenn sem hafa á heilsteyptum ferli sínum skilað markverðu framlagi til þróunar íslenskrar listasögu.

Sýnir í Tókýó og Frakklandi

Sigurður Árni er fæddur á Akureyri og lærði í Frakklandi og bjó þar lengi. Hann býr í Reykjavík og er með stóra vinnustofu í Súðarvogi. „Það var ákveðið val að setjast að hér heima með mína vinnustofu frekar en úti í París. Ég hef haldið miklum tengslum við Frakkland, vinn með frönskum galleríum, hef verið gestakennari í frönskum listaháskólum og sýni þar reglulega í galleríum og á söfnum. Það er margt auðveldara á Íslandi en úti, eins og tengslanetið sem er svo þétt og virkt hér. Það er mjög flókið ferli í kringum álverkin sem ég er að gera og hér er miklu auðveldara að komast að iðnaðarmönnum og tæknimönnum, en úti.“ Sigurður Árni  Sjá meira hér

 

Það er hægt að nálgast greinar um myndlist og viðburðakynningar sjá hér

 

RELATED LOCAL SERVICES