Hjónin Óskar Hallgrímsson og Mariika Lobyntseva skipa tvíeykið Comfortable Universe. The couple Óskar Hallgrímsson and Mariika Lobyntseva form the duo Comfortable Universe. Mynd / Photo: Comfortable Universe.

Comfortable Universe opnar sýninguna Hjartanlega þægilegt í Listval Gallery

Föstudaginn 8. mars kl. 17:00 opnar sýningin Hjartanlega þægilegt með verkum eftir Comfortable Universe, þau Mariiku Lobyntseva og Óskar Hallgrímsson.

Nafn sýningarinnar Hjartanlega þægilegt vísar í nándina. Eftir 2 ár í stríði er ennþá hægt að finna öryggi í hæglátri nærveru. Hljóðlát andmæli. Einlæg þrautseyg mótspyrna. Samvera af öllu hjarta. Verkin eru handsaumuð teppi úr ull og akríl. Teppin tengjast öll saman sem ein heild til að skapa ímyndaðan heim sem endurspeglar daglegan raunveruleika listafólksins klæddan í hugljúfan búning nándar og samveru. Þegar allt kemur til alls þá eru það litlu hlutirnir sem skipta sköpum og þegar athygli heimsins er ekki lengur á því sem gerist í Úkraínu er nauðsynlegt að halda fast í grunninn og byrgja stoðirnar. Á sýningunni er fólk hvatt til þess að koma saman, snertast, knúsast og finna hlýjuna í tímanum sem teppin boða.

Verkin eru handsaumuð teppi úr ull og akríl.
The works are hand-sewn wall hangings made of wool and acrylic.
Mynd / Photo: Comfortable Universe.

COMFORTABLE UNIVERSE

Hjónin Óskar Hallgrímsson og Mariika Lobyntseva skipa tvíeykið Comfortable Universe. Verkin eru unnin í Úkraínu eftir innrás Rússa í landið, nánar tiltekið á vinnustofu þeirra hjóna í miðborg Kyiv.

Óskar Hallgrímsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2015 með B.A. gráðu í Grafískri hönnun og hefur einnig starfað sem ljósmyndari síðastliðin 18 ár á Íslandi, víða um heim og síðastliðna mánuði í stríðinu í Úkraínu. Hann hefur gefið út 3 ljósmyndabækur og tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis, meðal annars haldið einkasýningu í Gallery Port sumarið 2019 sem bar nafnið “Hello, love you forever”. Óskar hefur einnig starfað sem blaðamaður og ljósmyndari í stríðinu frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022.

Mariika Lobyntseva, sem er úkraínsk, útskrifaðist úr Odessa Grekov Art College af listmálaradeild árið 2014. Hún kláraði gráðu í listmeðferð frá PLINE miðstöðinni í sálfræði frá Kharkiv í Úkraínu. Hún hélt svo áfram í nám til myndlistardeild Kyiv Academy of Media Arts þar sem hún útskrifaðist árið 2018. Hún býr og starfar í Kyiv og á Íslandi til skiptis. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar víðsvegar um Úkraínu ásamt því að vinna sem húðflúrari í lausaverkum.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0