Ein stök Hús // Dagný Dögg Steinþórsdóttir 8.-11. júní 2023
Ein stök hús er ljósmyndasýning sprottin upp frá þeirri hugmynd að húsin standa ein og stök, yfirgefin en samt umkringd magnaðri náttúru.
Húsin standa auð, en eru þau raunverulega auð? Eru þau ekki full af minningum um fólk sem þar bjó? Um gamla tíma sem koma ekki aftur. Minningar sem eru að hverfa. Þekking sem við gleymum.
Eyðibýli hafa í gegnum tíðina verið mörgum innblástur að verkum hvort sem það eru rithöfundar, listmálar, ljósmyndarar eða aðrir listamenn. Það fylgir húsunum ákveðin drungi, að sjá þau standa ein og yfirgefin í stórbrotnu landslagi þar sem fjöllin eða hafið spilar oft stóran þátt í umhverfi þeirra.
Eyðibýli er heimild gamalla tíma, hvernig fólkið bjó, hvernig það endurspeglar sig í náttúruöflunum og einangrun þess tíma. Þau skilja eftir sig minningar um horfna tíma fulla af lífi. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum, geta verið merkar menningarminjar og mikilvægar heimildir um byggðasögu í sveitum.
Það er oft svo mikil dulúð sem fólk tengir við yfirgefin. Að framliðið fólk sækist eftir að búa þar og gamlir ábúendur séu þar á sveimi og fylgist með gestum sem þar bera að garði. Margar draugasögur og hjátrú spretta upp frá húsunum og oft hægt að ímynda sér að húsið hafi sál, sé jafnvel í huga þess sem á það horfir hrein sjónhverfing. Vin í eyðimörk fólksins sem þar bjó og hyllingar þess sem það byggði.
Mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvað olli því að fólk byggði hús fjarri allri byggð? Enn stærri spurning … hvers vegna yfirgaf það hús sitt svo snögglega og skildi svo mikið af minningum eftir?
Mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvað olli því að fólk byggði hús fjarri allri byggð? Enn stærri spurning … hvers vegna yfirgaf það hús sitt svo snögglega og skildi svo mikið af minningum eftir?
Klippimyndirnar eru að mínu mati skemmtileg tilbreyting frá því að hafa allt í föstum skorðum yfir í það að hafa áhrif á hvernig við skynjum myndirnar, nálægð, dýpt og skapa þannig allt önnur áhrif en upprunaleg mynd hafði. Þegar við skoðum myndir af eyðibýlum eru þær mjög oft hafðar í svart hvítu því það gefur ákveðna dýpt og dulúð inn í myndina. Ég ákvað hins vegar að leyfa blæbrigðum litanna að njóta sín í íslensku landslagi þar sem tíminn hefur málað húsin sínum ryðfúnu litum.
Dagný Dögg Steinþórsdóttir útskrifaðist úr Ljósmyndun úr Tækniskólanum vorið 2021. Ljósmyndun hefur alltaf átt hug hennar. Hún skynjar oft umhverfið út frá ljósmyndaramma og eyðibýli hafa heillað hana sérstaklega í ljósmyndun.
Útskriftarverkefni hennar var að brjóta upp hina hefðbundnu mynd af eyðibýlum. Myndirnar eru klipptar til að fá áhorfandann til að skynja annað sjónarhorn og víddir inn í myndirnar. Upplifa litina í umhverfinu.
Útskriftarverkefni hennar var að brjóta upp hina hefðbundnu mynd af eyðibýlum. Myndirnar eru klipptar til að fá áhorfandann til að skynja annað sjónarhorn og víddir inn í myndirnar. Upplifa litina í umhverfinu.
Húsin í bænum
Bærinn er skrýtinn. Hann er fullur af húsum.
Hús meðfram öllum götum í röðum liggja.
Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir
og ætla sér líklega að byggja.
Hús meðfram öllum götum í röðum liggja.
Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir
og ætla sér líklega að byggja.
Og samt sem áður er alltaf verið að deyja.
Og undarlegt, að það hendir jafnt snauða sem ríka
Menn kváðu jafnvel deyja frá hálfbyggðum húsum.
Og hinir? Þeir deyja víst líka.
Og undarlegt, að það hendir jafnt snauða sem ríka
Menn kváðu jafnvel deyja frá hálfbyggðum húsum.
Og hinir? Þeir deyja víst líka.
Já, mönnum finnst það skrýtið, sem þeir ekki skilja.
Hver skilur öll þessi hús, sem í röðum liggja?
Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir?
Og afhverju er verið að byggja?
Hver skilur öll þessi hús, sem í röðum liggja?
Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir?
Og afhverju er verið að byggja?
Tómas Guðmundsson (1901-1983)