Sunnudaginn 21. janúar kl. 14 er fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þjóðsögur og kynjaskepnur verða í fyrirrúmi og mun sérfræðingur Þjóðminjasafns Íslands m. a. segja söguna um álfkonudúkinn sem er á sýningunni og kynna nokkrar furðuverur úr bók Jóns Baldurs Hlíðberg um íslenskar kynjaskepnur. Galdrakver verður skoðað og furðulegt gamalt blað með hringjum sem hjálpa átti þeim sem bar blaðið inni á sér. Verið öll velkomin. |
|
![]() ![]() |