Gæðastundir: Járn, hör, kol og kalk

Leiðsögn listamanns

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á gæðastund með Þóru Sigurðardóttur í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Sýningin ber heitið Járn, hör, kol og kalk og geymir þrívíð og tvívíð verk ásamt vídeóverki og hafa ekki áður verið sýnd. Þau eru afrakstur athugana listamannsins sem ná allt aftur til ársins 1992. Uppsprettan er taktur daglegs lífs, hversdagsleg efni og rými. Yfirgefin hús. Minni efnis og eiginleikar þess, vegferð og umbreytingar.

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru fólki á besta aldri. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

RELATED LOCAL SERVICES