Garðyrkjustöðin Kvistar er í Reykholti, Biskupstungum, Bláskógabyggð. 100 km frá Reykjavík. Keyrt er upp Grímsnesið áleiðis að Geysi, framhjá Reykholti ca. 300 m, þá komið að skilti við þjóðveginn sem vísar á garðyrkjustöðina.
Garðyrkjustöðin var stofnuð árið 2000 og voru þá eingöngu framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum.
Í dag eru framleiddar og til sölu ýmsar tegundir garð- og skógarplantna, ýmist ungplöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum.
Garðyrkjustöðin hefur frá upphafi framleitt plöntur fyrir Landshlutabundnu skógræktarverkefnin s.s. Suðurlandsskóga, Vesturlandsskóga og Hekluskóga, og sérhæfir sig í framleiðslu skógarplantna og plantnta í sumarbústaðalönd.
Nú hefur garðyrkjustöðin hafið ræktun á Hindberjum, Brómberjum og Jarðarberjum.
Vonast er til að berjatínsla byrji í fyrstu viku maí. Þá verður hægt að kaupa nýtínd ber hér í garðyrkjustöðinni.
Eigendur eru hjónin Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki.