Garðyrkjustöðin Kvistar

garðyrkjustöðin kvistar

Garðyrkjustöðin Kvistar er í Reykholti, Biskupstungum, Bláskógabyggð.  100 km frá Reykjavík.  Keyrt er upp Grímsnesið áleiðis að Geysi, framhjá Reykholti ca. 300 m, þá komið að skilti við þjóðveginn sem vísar á garðyrkjustöðina.

Garðyrkjustöðin var stofnuð árið 2000 og voru þá eingöngu framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum.

Í dag eru framleiddar og til sölu ýmsar tegundir garð- og skógarplantna, ýmist ungplöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum.

Garðyrkjustöðin hefur frá upphafi framleitt plöntur fyrir Landshlutabundnu skógræktarverkefnin s.s. Suðurlandsskóga, Vesturlandsskóga og Hekluskóga, og sérhæfir sig í framleiðslu skógarplantna og plantnta í sumarbústaðalönd.

Nú hefur garðyrkjustöðin hafið ræktun á Hindberjum, Brómberjum og Jarðarberjum. 

Vonast er til að berjatínsla byrji í fyrstu viku maí.  Þá verður hægt að kaupa nýtínd ber hér í garðyrkjustöðinni.

Eigendur eru hjónin Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki.

Lyngbraut 1 801 Selfoss

+354 486 8633, +354 694 7074

[email protected]

www.kvistar.is



CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Blómaval

      Blómaval

      Blómaval er stórmarkaður með allt fyrir blóma- og garðáhugafólk. Í Blómavali eiga áhugamenn um ræktun að fá allt sem hug...
      Gróðrarstöðin Þöll

      Gróðrarstöðin Þöll

      Gróðrarstöðin Þöll

      Gróðrarstöðin Þöll er rekin sem sjálfstæð eining í eigu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og hefur eigin stjórn sem starfar...
      garðyrkjustöðin flóra

      Garðyrkjustöðin Flóra

      Garðyrkjustöðin Flóra

      Garðyrkjustöðin Flóra hét áður Garðyrkjustöð Ingibjargar. Grunninn að garðyrkjustöðinni lögðu foreldrar Ingibjargar, þau...

      Sjafnarblóm

      Sjafnarblóm

       Sjafnarblóm sem er falleg blóma-og gjafavöruverslun í hjarta Selfossbæjar. Hún er staðsett að Austurvegi 21, í gömlu 3j...