Gróðrarstöðin Þöll

Gróðrarstöðin Þöll

Gróðrarstöðin Þöll er rekin sem sjálfstæð eining í eigu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og hefur eigin stjórn sem starfar óháð félaginu.  Steinar Björgvinsson ræktunarstjóri sér um daglegan rekstur en gróðrarstöðin er opin frá vori og fram á haustmánuði og býður upp á allar helstu trjátegundir s.s. skrautrunna, garðtré, berjarunna, rósir, skógarplöntur, limgerðisplöntur, klifurrunna og margt fleira.

Nær eingöngu er um eigin framleiðslu að ræða og hefur gróðurinn verið ræktaður í ræktunarstöð Þallar og þar af leiðandi aðlagaður íslenskum aðstæðum. 

Þó svo að stöðin sé fyrst og fremst opin yfir sumartímann er hægt að hafa samband við ræktunarstjórann á öðrum tímum ársins til að fá ráðleggingar um plöntuval og sitthvað fleira.

Þöll er við Kaldárselsveg í Hafnarfirði nærri Íshestum og skammt frá Hvaleyrarvatni. 

Gróðrarstöðin Þöll opnar formlega aftur í maí 2018. Engu að síður er hægt að nálgast plöntur fyrir þann tíma svo fremi að þær séu ekki frosnar fastar í jörðu eða undir vetrarskýli. Þöll er síðan opin frá vori og fram á haust 

Kaldárselsvegur 221 Hafnarfjörður

+354 555 6455

[email protected]

www.skoghf.is/tholl


Opið á sumrin


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Gróðrarstöðin Kjarr

      Gróðrarstöðin Kjarr

      Gróðrarstöðin Kjarr

      Gróðrarstöðin í Kjarri er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar. Gróðrarstöðin byggir á gömlum me...
      garðyrkjustöðin flóra

      Garðyrkjustöðin Flóra

      Garðyrkjustöðin Flóra

      Garðyrkjustöðin Flóra hét áður Garðyrkjustöð Ingibjargar. Grunninn að garðyrkjustöðinni lögðu foreldrar Ingibjargar, þau...

      Gróðrarstöðin Heiðarblómi

      Gróðrarstöðin Heiðarblómi

      Gróðrarstöðin Heiðarblómi er staðsett á Stokkseyri. Plönturnar í gróðrarstöðinni eru nær eingöngu ræktaðar á staðnum. Þa...
      gróðrarstöðin mörk

      Gróðrarstöðin Mörk

      Gróðrarstöðin Mörk

      Gróðrarstöðin Mörk var stofnuð haustið 1967 og hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin rúm 40 ár, er nú ein helsta uppeldi...