Fatahönnuðurinn Helga Björnsson hefur verið búsett í París til fjölda ára. Í tískuborginni miklu vann Helga í þrjá áratugi sem Haute Couture fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Hinn leikræni og lifandi stíll Helgu vakti mikla athygli fyrir litskrúðugar og mynstraðar flíkur sem prýddu tískupalla Parísarborgar. Nú hannar hún fatnað, slæður og húsbúnað undir eigin nafni.